12. september 2024
12. september 2024
TR gerir mánaðarlega þjónustukönnun
TR er þátttakandi í þjónustukönnun ríkisstofnana sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir. Könnunin verður send mánaðarlega í tölvupósti til viðskiptavina TR sem eru með afgreidd og erindi í mánuðinum á undan. Fyrsta útsending verður nú í september. Einnig geta viðskiptavinir þjónustumiðstöðvar TR í Hlíðasmára tekið þátt í könnuninni með því að skanna QR kóða.
Markmiðið að styrkja og efla þjónustu viðskiptavina okkar til að geta veitt sem besta þjónustu með því að ná til sem flestra notenda þjónustunnar.
Könnunin er ópersónugreinanleg og er þátttaka valfrjáls. Könnunin samanstendur af fimm stuttum spurningum sem eru eins hjá öllum stofnunum sem taka þátt í könnuninni. Hún er á íslensku, ensku, pólsku og á táknmáli.