1. nóvember 2024
1. nóvember 2024
Víðtæk samþætting endurhæfingar formgerð með tímamótasamningi
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda.
Samningurinn tekur gildi 1. september 2025 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkvæmt lögum sem öðlast gildi á sama tíma.
Markmið nýrra laga er að bæta þjónustu og tryggja að hún sé samþætt og heildstæð gagnvart notendum. Enn fremur er örorkulífeyriskerfið einfaldað, dregið er úr tekjutengingum, fjárhæðir hækkaðar og bætt við greiðsluflokki sem tryggir enn fremur framfærslu sjúklinga.
Sjá nánar frétt á vef Stjórnarráðsins.