27. nóvember 2024
27. nóvember 2024
Tryggingastofnun gerir samning við Defend Iceland til að efla netöryggi
Tryggingastofnun hefur gert samning við Defend Iceland sem miðar að því að tryggja aukið netöryggi og verndun viðkvæmra gagna í starfsemi stofnunarinnar. Með samningnum fær TR aðgang að netöryggislausnum sem tryggja stöðugt eftirlit og öryggi gagnvart síbreytilegum netógnum.
Samstarfið felur í sér notkun villuveiðigáttar Defend Iceland, sérhæfðs vettvangs sem hermir eftir aðferðum netárásarhópa til að greina og laga veikleika í net-, hugbúnaðar- og tölvukerfum. Þessi aðferð hjálpar TR að fyrirbyggja netárásir og tryggja örugga meðhöndlun viðkvæmra gagna og upplýsinga.
Þetta samstarf er liður í aukinni áherslu á netöryggi hjá opinberum stofnunum og leggur grunn að frekari þróun og samvinnu á sviði netvarnarlausna og stafrænum almannavörnum.