Sóttvarnalæknir mælir nú með bólusetningu barnshafandi kvenna við kíghósta með samsettu bóluefni með barnaveiki- og stífkrampabóluefnum (Boostrix eða Boostrix-polio skv. núgildandi samningum). Bólusetningin skal vera konunum að kostnaðarlausu eins og inflúensubólusetning á meðgöngu.