17. maí 2019
17. maí 2019
Bjarna Pálssonar verður minnst á Seltjarnarnesi sunnudaginn 19. maí.
Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis.
Dagskráin er eftirfarandi:
Kl. 9.30: Blómsveigur lagður að minnisvarða um Bjarna Pálsson við Nesstofu.
Kl. 10.00: Prófessor emerítus, Ágúst Einarsson flytur fyrirlestur í Seltjarnarneskirkju sem ber yfirskriftina: Brautryðjandinn Bjarni Pálsson landlæknir. Ágúst gaf nýlega út bókina Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi sem hann tileinkar Bjarna Pálssyni.
Kl. 11.00: Messa í Seltjarneskirkju þar sem Bjarna verður áfram minnst og Alma D. Möller, landlæknir flytur ræðu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.