Fara beint í efnið

21. maí 2019

Óskum eftir að ráða yfirlækni á svið eftirlits og gæða

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni á svið eftirlits og gæða. Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með heilbrigðisþjónustu, gæðastarfi og atvikum sem verða í heilbrigðisþjónustu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni á svið eftirlits og gæða. Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með heilbrigðisþjónustu, gæðastarfi og atvikum sem verða í heilbrigðisþjónustu. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir að almenna þekkingu og reynslu í læknisfræði, samskiptahæfni og fagmennsku. 

Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við sérfræðinga embættisins en sviðið ber ábyrgð á og hefur umsjón með lögbundnu eftirliti landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit og úttektir á heilbrigðisþjónustu

  • Þróun og efling á notkun gæðavísa og öryggisviðmiða í heilbrigðisþjónustu

  • Innleiðing á Datix atvikaskráningakerfi og áætlun um gæðaþróun á landsvísu

  • Umsjón með og úrvinnsla tilkynninga um óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu

  • Samskipti við helstu aðila innanlands og utan vegna eftirlits með heilbrigðisþjónustu

  • Úrvinnsla, rýni gagna og skýrslugerð vegna gæðaúttekta

  • Álitsgjöf eftir þörfum í eftirlitsmálum

  • Önnur verkefni að beiðni landlæknis og sviðsstjóra

Hæfnikröfur

  • Sérfræðimenntun í læknisfræði og íslenskt starfsleyfi sem sérfræðilæknir

  • Víðtæk starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu

  • Þekking/reynsla af gæðastarfi er nauðsynleg

  • Þekking/reynsla á sviði stjórnsýslu er kostur

  • Góð færni í að rita íslensku# Almenn góð tölvukunnátta

  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Upphafsdagur starfs er samkomulagsatriði. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningi fyrir hæfi ásamt sýn á starfið. Embættið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 20.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Dagrún Hálfdánardóttir - dagrun@landlaeknir - 510-1900

Sótt er um starfið á Starfatorgi.