15. febrúar 2021
15. febrúar 2021
Febrúar 2021 - fréttabréf
Verkefnastofa um stafrænt Ísland sendir reglulega frá sér fréttabréf þar sem áhugasamir geta fylgst með stöðu mála í stafrænni vegferð hins opinbera.
Ísland.is tilnefnt til UT verðlaunanna
Frábært upphaf á febrúar þegar Ísland.is hlaut tilnefningu sem UT-Stafræna þjónusta 2020. Þá fékk stafræna ökuskírteinið sömuleiðis tilnefningu í þeim flokki. Óskum Landlækni innilega til hamingju sem og þeim sem hlutu tilnefningar í ár en við hjá Ísland.is erum mjög stolt af því að vera í þessum sterka hópi. Tilnefningin sýnir að Ísland.is er á leið í rétta átt og mikil hvatning.
Fyrsta rafræna aflýsingin farin í gegn!
Risa áfangi í löngu ferðalagi rafrænna þinglýsinga átti sér stað þegar fyrsta rafræna aflýsingin á íbúðarláni fór í gegn hjá Arion banka og Íslandsbanki fylgdi fast á eftir þeim. Gríðarleg vinna hefur átt sér stað á bak við tjöldin síðustu misseri sem felur í sér öruggum flutningi gagna milli ólíkra hagsmunaaðila.
Rafrænar aflýsingar felast í því að þinglýstum skjölum er aflýst án þess að pappír berist til næsta sýslumanns. Rafrænar þinglýsingar verða komnar í gagnið síðar á þessu ári.
Staðan:
193.696 hafa sótt sína Ferðagjöf.
96.181 Stafræn ökuskírteini eru komin í umferð.
1.296 umsóknir um stuðningslán uppá 10,9 millljarða hafa borist, þar af eru 1.030 lán þegar afgreidd.
2.597 rafræn sakavottorð hafa verið afgreidd en í janúar var hlutfall rafrænna sakavottorða komið í 69% af útgefnum sakavottorðum.
7.414 fjölskyldur hafa kannað rétt sinn til Íþrótta- og tómstundastyrks barna, þar af eiga 4.986 börn rétt á styrk.
100 sóttu búsforræðisvottorð rafrænt fyrsta mánuðinn sem boðið var uppá slíkt á Ísland.is en það var 50% útgefinna vottorða.
3.489 flugleggir hafa verið bókaðir með Loftbrú.
Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi enda verkefnin fjölmörg en bæði er unnið að því að bæta það sem fyrir er sem og bæta inn nýrri þjónustu.
Mínar síður komnar í BETA
Í nýrri útgáfu hefur allt kapp verið lagt við að bæta upplifun notanda en þar er sömuleiðis notast við nýtt innskráningakerfi Ísland.is en þar er hægt að skrá sig inn með nýju appi frá Auðkenni sem Ísland.is er fyrst til að byrja að nota.
Umsóknarferli stafrænna ökuskírteina einfaldað
Áður birtist skjal umsækjanda í pósthólfi þeirra á Ísland.is en nú er kóðinn og tengillinn á skírteinið birt í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þetta er gert til að bæta upplifun umsækjanda.
Beint að efninu með Tryggingastofnun
Mikilvægum áfanga hefur verið náð hjá Ísland.is með stafrænni tengingu við umsóknakerfi Tryggingastofnunar þar sem 26 umsóknir eru nú beintengdar við Ísland.is.
Ísland.is
Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekin saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í sífelldri þróun næstu árin.
Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:
Ísland.is app
Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)
Umsóknakerfi á Ísland.is
Umsókn um fæðingarorlof
Stafrænt ökunámsferli, allt frá námi til skírteinis
Rafrænt skilavottorð fyrir úrvinnslu ökutækja er væntanlegt í þessum mánuði.
Nýtt innskráningar kerfi er komið í notkun á nýjum mínum síðum sem eru í beta útgáfu.
Nýtt umboðskerfi
Leyfisbréf nýrra kennara verða birt á Ísland.is.
Umsókn fyrir stofnanir sem að kjósa að gerast skjalaveitendur í pósthólfinu.
Hægt er að skrá sig á póstlista á síðu Stafræns Íslands á Ísland.is
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni.
Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.