Fara beint í efnið

Umsókn um sakavottorð til einstaklinga

Umsókn um sakavottorð

Á sakavottorðinu koma fram þeir dómar og sáttir í refsimálum sem einstaklingur hefur fengið.

  • Stafrænt sakavottorð er ekki til prentunar á pappír, á því er rafrænt innsigli/stimpill og því þarf að afhenda það með rafrænum leiðum. Rafræna innsiglið tryggir að skjalið sé vottað, ef skjalinu er breytt á einhvern hátt, missir skjalið innsiglið/stimpilinn.

  • Sakavottorð fást ekki endurgreidd.

Til þess að sækja stafrænt sakavottorð þarf umsækjandi að vera með rafræn skilríki á Íslandi og vera eldri en 15 ára.

Sakavottorðið er gefið út á íslensku með enskri þýðingu í samræmdu skjali. Athugið að dómar eru þó aðeins á íslensku.

Sakavottorðið er strax aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis. Einnig er vottorðið sent í pósthólf umsækjanda.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.700 kr. Þegar umsókn hefur verið kláruð eru reikningar og greiðslukvittanir aðgengileg undir Fjármál á Mínum síðum.

Hvað kemur fram á sakavottorði?

  • Brot á almennum hegningarlögum.

  • Brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

Hvað kemur ekki fram á sakavottorði?

  • Fangelsisdómar eldri en 5 ára frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus hafi hann afplánað refsingu.

  • Aðrir dómar eldri en þriggja ára.

  • Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því að ráðstöfun var felld niður.

Nánari upplýsingar um sakaskrá má finna á vef Ríkissaksóknara.

Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu sakavottorðs rafrænt. Einstaklingur sem uppfyllir ekki þau skilyrði þarf að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum.


Apostille vottun á prentað sakavottorð

Þar sem stafrænt sakavottorð er einungis með rafrænan stimpli/undirskrift er ekki hægt að apostille votta þau.
Ef þú þarft apostille vottun á skjal sem nota á erlendis þarf að nálgast sakavottorð á skrifstofu sýslumanns og láta votta það hjá utanríkisráðuneytinu.

Umsókn um sakavottorð

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15