Fara beint í efnið

Sakavottorð einstaklinga

Vottorð um þá dóma sem einstaklingur hefur fengið. Útgáfa sakavottorðs kostar 2.500 kr. og hægt er að sækja um rafrænt.

Aldurstakmörk

Allir einstaklingar 15 ára og eldri geta fengið útgefið sakavottorð.

Hvað kemur fram á sakavottorði?

  • Brot á almennum hegningarlögum

  • Brot á lögum um ávana- og fíkniefni

Undantekningar

  • Fangelsisdómar eldri en 5 ára

  • Aðrir dómar eldri en 3 ára

  • Ráðstafanir almennra hegningarlaga, t.d. vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því ráðstöfun var felld niður

Afgreiðslutími

Umsóknir eru afgreiddar rafrænt jafnóðum og þær berast ef ekki eru skráð brot á sakavottorðinu. Vottorðið er þá sent í pósthólf umsækjanda á island.is.

Aðgangsstýrð stafræn umsókn

Sækja sakavottorð