Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Ferðagjöf til einstaklinga

Sækja ferðagjöf

Ferðagjöf 2021 er aðgengileg hér á Ísland.is og þurfa allir sem ætla að nýta sér gjöfina að skrá sig aftur inn og sækja nýja Ferðagjöf.

Ferðagjöf nálgast þú hér á Ísland.is með því að smella á bláa hnappinn „Sækja Ferðagjöf“. Eftir innskráningu birtist Ferðagjöfin þín og er aðgengileg bæði á Ísland.is og í appinu Ferðagjöf.

Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi, fæddir 2003 og fyrr, fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Ferðagjöfin er afhent í formi strikamerkis sem hægt er að sýna eða lesa upp þegar greitt er fyrir þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með í verkefninu.

Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Gildistími ferðagjafar er frá útgáfudegi til og með 30. september 2021.

Þegar ferðagjöf er sótt er kannað hvort einstaklingur uppfylli skilyrði ferðagjafar. Hann sé a.m.k. 18. ára, með íslenska kennitölu og lögheimili á Íslandi. Uppfylli einstaklingur skilyrðin er ferðagjöfin tengd við símanúmer hans. Vinnsluaðilar hafa aðgang að þessum upplýsingum til að tryggja að aðeins rétthafar geti sér nýtt ferðagjöfina.

Hvernig nálgast ég Ferðagjöfina?

Fyrsta skref er að sækja Ferðagjöfina á Ísland.is, þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Íslykil er hægt að nálgast hér

Til að nýta sér gjöfina er strikamerki skannað við kaup á þjónustu. Strikamerki má nálgast á Ísland.is eða í smáforritunu Ferðagjöf sem hægt er að sækja í App og Play store.

Sækja app fyrir Ferðagjöf:

  • iPhone notendur sækja appið Ferðagjöf í App store

  • Android notendur sækja appið Ferðagjöf í Play store

  • Innskráning skv. leiðbeiningum í appi

Ert þú í vandræðum með að sækja Ferðagjöfina?

  • Kíktu á algengar spurningar og svör hér neðar.

  • Sendu tölvupóst á info@yay.is

  • Sendu skilaboð á netspjalli.

  • Hringdu í síma 419-5200.

Nota Ferðagjöfina

Til að nota Ferðagjöfina skal sýna strikamerkið sem hægt er að nálgast inn á Ísland.is eða í smáforritunu Ferðagjöf. Hægt er að slá inn númer strikamerkis þegar greitt er fyrir þjónustu á vef, lesa það upp ef pantað er í gegnum síma eða sýna strikamerkið ef greitt er á staðnum.

Þeir sem ekki eru með snjallsíma geta nálgast Ferðagjöfina með því að skrá sig inn á Ísland.is í tölvu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þegar búið er að skrá sig inn birtist strikamerki sem hægt er nota eða gefa áfram. Ekki er ráðlagt að prenta út strikamerkið þar sem hvert strikamerki er aðeins virkt í 15 mínútur og því þarf að sækja nýtt strikamerki eftir þann tíma. 

Gefa Ferðagjöfina

Heimilt er að gefa Ferðagjöf áfram, hver einstaklingur getur þó að hámarki notað 15 Ferðagjafir. 

Í smáforritinu þarf að ýta á upphæðina en þá kemur upp valmöguleikinn að „Nota gjöf“ eða „Gefa áfram“. Kjósi fólk að senda mynd eða myndband með Ferðagjöfinni þarf smáforritið aðgang að myndavél símans en einnig er mögulegt að senda skriflega kveðju.

Á Ísland.is þarf að skrá sig inn með því að smella á „Sækja Ferðagjöf“. Þá opnast gluggi með valmöguleikanum að nota Ferðagjöfina eða „Gefa áfram“.

Spurt og svarað um Ferðagjöf

Sækja ferðagjöf

Þjónustuaðili

Ferða­mála­stofa