Fara beint í efnið

Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Foreldrar í námi

Ef foreldri getur ekki sinnt námi vegna þess að barn þess þarfnast verulegrar umönnunar vegna alvarlegra og langvinna sjúkdóma eða alvarlegrar fötlunar og:

  • hefur verið í 75 til 100% námi í að að minnsta kosti 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum áður en barnið greindist

  • þarf að gera hlé á námi í eina önn eða lengur til að annast barnið

er hægt að sækja um foreldragreiðslur.

Upphæð

Árið 2024 er upphæðin:

  • 297.090 krónur á mánuði fyrir skatt

Foreldragreiðslur eru skattskyldar.

Greitt er þegar önn viðkomandi skóla er lokið og staðfest að foreldri hafi gert hlé á námi.

Tekjuáætlun

Upphæðir foreldragreiðslna eru tengdar tekjum. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt. Umönnunargreiðslur vegna langveikra og fatlaðra barna hafa ekki áhrif til lækkunar.

Ekki er heimilt að vera í launuðu starfi eða námi á sama tíma og foreldri er á námsmannagreiðslum

Umsóknarferli

Fylgigögn

Til að sækja um foreldragreiðslur þarftu:

  • læknisvottorð þar sem kemur fram greining, meðferð og umönnunarþörf barnsins

  • greinargerð frá fagaðila, til dæmis félagsráðgjafa ef við á

  • vottorð frá skóla um að þú hafir gert hlé á námi ásamt upplýsingum um fyrri námsvist

  • tekjuálætlun

  • staðfesting frá Vinnumálastofnun eða Fæðingarorlofssjóði ef við á

Heimilt er að samþykkja greiðslur í allt að 3 mánuði. Mögulegt er að framlengja greiðslur að þeim tíma loknum með því að sækja um grunngreiðslur.

Svona sækir þú um

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur

  5. Veldu umsóknina Foreldragreiðslur

  6. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.

  7. Smelltu á Senda umsókn

Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Foreldragreiðslur eru greiddar þegar önn viðkomandi skóla er lokið og staðfest að foreldri hafi gert hlé á námi.

Greitt er eftirá fyrsta dag hvers mánaðar. Þú færð upphæðina inn á bankareikninginn sem gefinn er upp á Mínum síðum.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er.

Réttur fellur niður

Foreldri fær ekki foreldragreiðslur ef:

  • réttur til atvinnuleysisbóta er til staðar

  • veikindaréttur frá vinnuveitanda eða úr sjúkrasjóði stéttarfélags er til staðar

  • foreldri er í fæðingarorlofi eða fær fæðingarstyrk vegna sama barns og sótt er um vegna

  • foreldri er lífeyrisþegi hjá TR

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun