Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna
Foreldrar á vinnumarkaði
Ef foreldri getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna þess að barn þess þarfnast verulegrar umönnunar vegna alvarlegra og langvinna sjúkdóma eða alvarlegrar fötlunar og hefur:
verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði og hefur lagt niður störf í að minnsta kosti 14 daga samfellt
verið í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli á almennum vinnumarkaði eða í 25% starfi í hverjum mánuði sem sjálfstætt starfandi
fullnýtt rétt sinn á greiðslum frá vinnuveitanda og úr sjúkrasjóði stéttarfélags
er hægt að sækja um foreldragreiðslur til allt að 6 mánaða. Að þeim tíma liðnum taka grunngreiðslur við.
Fjárhæð
Foreldri getur fengið 80% af sínum launum upp að hámarksupphæð.
Árið 2024 er hámarksupphæð:
1.059.172 krónur á mánuði fyrir skatt
Foreldragreiðslur eru skattskyldar.
Tekjutímabil
Upphæðin miðast við ákveðið tekjutímabil:
Launþegi: 12 mánaða tímabil sem hefst 2 mánuðum áður en barn greinist.
Sjálfstætt starfandi: tekjuárið á undan greiningu barns.
Lífeyrisjóður, stéttarfélag og viðbótarlífeyrir
Þú getur haldið greiðslum í lífeyrissjóð, stéttarfélag og í viðbótarlífeyrissparnað áfram:
Foreldri greiðir að lágmarki 4% í lífeyrissjóð og ríkissjóður greiðir 11,5% mótframlag. Ekki er mögulegt að greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Foreldri getur óskað eftir að greiða í stéttarfélag.
Foreldri getur óskað eftir að greið í viðbótarlífeyrissparnað. Ekki er greitt mótframlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.
Tekjuáætlun
Upphæðir foreldragreiðslna eru tengdar tekjum. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.
Umönnunargreiðslur hafa ekki áhrif til lækkunar.
Hlutfallslegar greiðslur
Þú getur verið í hlutastarfi og fengið foreldragreiðslur á móti. Til dæmis ef þú leggur niður störf að hluta eða byrjar aftur að vinna í hlutastarfi.
Ef þú færð hlutfallslegar greiðslur lengist tímabilið í samræmi við það.
Umsóknarferli
Fylgigögn
Til að sækja um þarftu:
læknisvottorð, þar sem kemur fram greining, meðferð og umönnunarþörf barnsins
greinargerð frá fagaðila, til dæmis félagsráðgjafa
staðfestingu sjúkrasjóðs stéttarfélags um að réttindi séu fullnýtt eða ekki til staðar
staðfestingu vinnuveitanda um að foreldri hafi lagt niður störf og fullar launagreiðslur hafi fallið niður, starfstímabil og starfshlutfall þarf að koma fram
sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að skila staðfestingu frá skattinum um að reiknað endurgjald hafi verið lagt niður
tekjuáætlun
staðfesting frá Vinnumálastofnun eða Fæðingarorlofssjóði ef við á
Heimilt er að samþykkja greiðslur í allt að 6 mánuði. Mögulegt er að framlengja greiðslur að þeim tíma loknum með því að sækja um grunngreiðslur.
Ef um hlutfallslegar greiðslur er að ræða getur tímabil greiðslna lengst.
Svona sækir þú um
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknir
Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur
Veldu umsóknina Foreldragreiðslur
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.
Smelltu á Senda umsókn
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR ,
Fyrirkomulag foreldragreiðslna
Foreldragreiðslur eru eftirágreiddar fyrsta dag hvers mánaðar. Þú færð upphæðina inn á bankareikninginn sem gefinn er upp á Mínum síðum.
Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er.
Réttur fellur niður
Foreldri fær ekki foreldragreiðslur ef:
réttur til atvinnuleysisbóta er til staðar
foreldri er í fæðingarorlofi eða fær fæðingarstyrk vegna sama barns og sótt er um vegna
fæðingarorlof hefur verið framlengt vegna veikinda barns. Hægt er að sækja um grunngreiðslur í staðinn
foreldri er lífeyrisþegi hjá TR
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun