Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna
Foreldrar hvorki í námi né vinnu
Ef foreldri er ekki í vinnu eða námi og:
á ekki réttindi til atvinnuleysisbóta, í sjúkrasjóði eða til veikindaleyfis
fær ekki fæðingarorlofsgreiðslur með barninu sem sótt er um vegna
hefur klárað rétt til vinnumarkaðstengdra foreldragreiðslna
er hægt að sækja um grunngreiðslur.
Upphæðir
Árið 2024 er upphæð grunngreiðslna:
297.090 krónur á mánuði fyrir skatt.
Grunngreiðslur eru skattskyldar.
Barnagreiðslur
Með grunngreiðslum eru greiddar barnagreiðslur með hverju barni á heimilinu sem er yngra en 18 ára. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þær.
Árið 2024 er upphæð barnagreiðslna:
43.710 krónur á mánuði með hverju barni
Ef einstætt foreldri hefur 2 eða fleiri börn á sínu framfæri eru greiddar sérstakar viðbótargreiðslur vegna þeirra barna:
fyrir tvö börn eru 12.655 krónur á mánuði (1. janúar 2024)
fyrir þrjú börn eru 32.901 króna á mánuði (1. janúar 2024)
Tekjuáætlun
Upphæðir foreldragreiðslna eru tengdar tekjum. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt. Frítekjumarkið er 102.380 krónur á mánuði fyrir allar tekjur.
Ekki er heimilt að vera í launuðu starfi eða námi á sama tíma og foreldri er á grunngreiðslum
Umönnunargreiðslur vegna langveikra og fatlaðra barna hafa ekki áhrif til lækkunar.
Umsóknarferli
Fylgigögn
Til að sækja um foreldragreiðslur þarftu:
læknisvottorð þar sem kemur fram greining, meðferð og umönnunarþörf barnsins,
greinargerð frá fagaðila, til dæmis félagsráðgjafa ef við á,
að fylla út áætlun um tekjur þínar í framtíðinni (tekjuáætlun),
staðfestingu frá Vinnumálastofnun eða Fæðingarorlofssjóði ef við á.
Svona sækir þú um
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknir
Hakaðu við flokkinn Fjölskyldur
Veldu umsóknina Foreldragreiðslur
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk.
Smelltu á Senda umsókn
Athugaðu að skrá frá hvaða tíma sótt er um.
Niðurstaða
Heimilt er að samþykkja greiðslur í allt að 12 mánuði í senn en hægt er að sækja um framlengdar greiðslur að þeim tíma liðnum.
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR ,
Fyrirkomulag greiðslna
Foreldragreiðslur eru eftirágreiddar fyrsta dag hvers mánaðar. Þú færð upphæðina inn á bankareikninginn sem gefinn er upp á Mínum síðum.
Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er.
Réttur fellur niður
Foreldri fær ekki foreldragreiðslur ef:
réttur til atvinnuleysisbóta er til staðar
veikindaréttur frá vinnuveitanda eða úr sjúkrasjóði stéttarfélags er til staðar
foreldri er í fæðingarorlofi eða fær fæðingarstyrk vegna sama barns og sótt er um vegna
foreldri er lífeyrisþegi hjá TR
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun