Fara beint í efnið

Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna

Foreldragreiðslum er ætlað að tryggja framfærslu þegar foreldri getur ekki sinnt vinnu eða námi vegna umönnunar langveiks eða fatlaðs barns yngra en 18 ára.

Þetta er sameiginlegur réttur foreldra. Báðir foreldrar geta því ekki fengið greiðslur á sama tíma.

Almenn skilyrði

Til að sækja um foreldragreiðslur þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • 14 virkir dagar eru liðnir frá því að barn greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun

  • barn þarfnast verulegrar umönnunar vegna alvarlegra og langvinna sjúkdóma eða alvarlegrar fötlunar

  • barn er ekki í vistun, til dæmis í leikskóla eða skóla

  • foreldri þarf að eiga lögheimili með barni á Íslandi á greiðslutímabilinu

Skilyrði foreldra eftir aðstæðum

Þar að auki þarft þú að uppfylla mismunandi skilyrði miðað við þínar aðstæður:

Sérstakar aðstæður

  • Foreldri, sem fer ekki með forsjá barns, getur átt rétt á greiðslum ef það annast barnið þann tíma sem greiðslur standa yfir. Forsjárforeldri þarf að veita samþykki.

  • Maki þess foreldris, sem fer með forsjá, getur átt rétt á greiðslum ef fyrir liggur samþykki beggja kynforeldra, og hjónaband eða sambúð við foreldri hefur staðið yfir lengur en eitt ár.

  • Ef barn er í líknandi meðferð geta báðir foreldrar fengið foreldragreiðslur í allt að 3 mánuði.

Við andlát barns er hægt að fá greiðslur í sorgarleyfi. Réttur til foreldragreiðslna fellur niður í þeim tilvikum.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun