Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Afturköllun verndar

Útlendingastofnun getur afturkallað veitingu alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar, ef flóttamaður eða ríkisfangslaus einstaklingur:

  • hefur sjálfviljugur notfært sér vernd heimalands síns á ný,

  • hefur sjálfviljugur endurheimt ríkisfang sitt sem hann hafði glatað,

  • hefur öðlast nýtt ríkisfang og nýtur verndar hins nýja heimalands,

  • hefur sjálfviljugur sest að á ný í því landi sem hann yfirgaf eða dvaldist ekki í vegna ótta við ofsóknir,

  • getur ekki lengur neitað að hagnýta sér vernd heimalands síns vegna þess að aðstæðurnar sem höfðu í för með sér að hann var viðurkenndur flóttamaður eru ekki lengur fyrir hendi,

  • getur horfið aftur til landsins sem hann hafði áður reglulegt aðsetur í vegna þess að aðstæðurnar sem leiddu til þess að hann var viðurkenndur flóttamaður eru ekki lengur fyrir hendi, ef um ríkisfangslausan einstakling er að ræða.

Endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun