Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021

Réttindi og skyldur

  • Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn sem sóttu um vernd fyrir 1. ágúst 2021 er veitt til eins árs.

  • Við útgáfu dvalarleyfisins fellur rétturinn til þjónustu sem umsækjandi um vernd niður. Rétturinn til húsnæðis og framfærslu skal þó áfram tryggður í þrjá mánuði eftir útgáfu leyfisins.

  • Dveljist handhafi leyfisins lengur en þrjá mánuði samfellt erlendis getur dvalarleyfið verið fellt niður. Dvalarleyfi útlendings fellur sjálfkrafa niður þegar lögheimili hans, sem skráð var hér á landi, hefur verið skráð erlendis í þrjá mánuði.

Réttur til endurnýjunar leyfis

  • Dvalarleyfið má endurnýja til eins árs í senn.

    • Við endurnýjun munu umsækjendur þurfa að uppfylla öll grunnskilyrði dvalarleyfis. Þar með talin eru skilyrðin um að geta gert grein fyrir sér með gildum skilríkjum og skilyrðið um að hafa næg fjárráð til að geta séð fyrir sér sjálfur, sjá nánar í leiðbeiningum um endurnýjun.

  • Þrátt fyrir að dvalarleyfi hafi fallið niður er hægt að sækja um endurnýjun á dvalarleyfi, ef það er gert innan gildistíma fyrra dvalarleyfis og sanngirnisástæður mæla með því.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Réttur til að vinna

  • Handhafar leyfisins mega vinna án atvinnuleyfis hér á landi.

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

  • Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

    • Athugið að eitt af skilyrðum ótímabundins dvalarleyfis er að hafa ekki hafa dvalist meira en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun