Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021

Dvalarleyfi veitt

Ef þú uppfyllir öll skilyrði dvalarleyfis er leyfið veitt og þú færð senda tilkynning um að umsóknin hafi verið samþykkt.

Útgáfa dvalarleyfis

Áður en dvalarleyfið er gefið út þarftu að mæta í myndatöku fyrir dvalarleyfiskort, annað hvort til Útlendingastofnunar, þar er nauðsynlegt að panta tíma, eða til sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Þegar þú hefur mætt í myndatöku er dvalarleyfið gefið út og dvalarleyfiskort pantað. Þegar dvalarleyfiskort fer í framleiðslu færðu sendan tölvupóst og fimm dögum síðar geturðu sótt kortið á sama stað og þú mættir í myndatöku.

Útlendingastofnun sendir jafnframt beiðni um skráningu lögheimilis þíns í þjóðskrá til Þjóðskrár sem úthlutar þér íslenskri kennitölu.

Lok þjónustu sem umsækjandi um vernd

Við útgáfu dvalarleyfisins fellur rétturinn til þjónustu sem umsækjandi um vernd niður. Rétturinn til húsnæðis og framfærslu skal þó áfram tryggður í þrjá mánuði eftir útgáfu leyfisins.

Þegar þú hefur fundið þitt eigið húsnæði þarftu að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Þjóðskrár.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun