Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021
Skilyrði
Til að fá útgefið dvalarleyfi fyrir foreldra, sem hafa dvalið á Íslandi frá því fyrir 1. ágúst 2021 vegna umsóknar sinnar og barna sinna um alþjóðlega vernd, þarf umsækjandi að:
hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt barni sínu yngra en 18 ára fyrir 1. ágúst 2021, eða
hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021 og eignast barn hér á landi á meðan umsóknin var í vinnslu.
Önnur skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla eru eftirfarandi:
vera enn stödd hér á landi,
sæta ekki endurkomubanni,
leggja inn umsókn um dvalarleyfi fyrir 5. júlí 2023,
leggja fram staðfestingu á að hafa keypt sjúkratryggingu fyrir sig og börn sín
sem gildir í sex mánuði frá skráningu umsækjanda á Íslandi
að lágmarksupphæð 2.000.000 kr.
frá tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi
eiga ekki ólokin mál í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi og
afplána hvorki né bíða afplánunar fangelsisrefsingar.
Útlendingastofnun aflar gagna frá embætti ríkissaksóknara og lögreglu til staðfestingar á því að síðustu tvö skilyrðin séu uppfyllt.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun