Fara beint í efnið

Bókleg atvinnuflugmannspróf (ATPL)

Skráning í bókleg flugpróf

Atvinnuflugmannspróf (ATPL)

Próftaki verður að hafa lokið flugskólaprófi með fullnægjandi árangri (75%), áður en hann skráir sig til prófs hjá Samgöngustofu.

Skráning og greiðsla í próf

  • umsækjandi fyllir út umsókn

  • sækir um tegund prófs (ATPL)

  • velur dagsetningu prófs

  • velur þau próf sem hann ætlar að taka og ýtt á "Bóka"

  • Við að ýta á "Bóka" er sæti tekið frá og niðurteljari birtist á síðunni. Eftir það hefur umsækjandi 30 mínútur til að klára skráningu og greiða fyrir próf

  • 30 mínútur eru taldar niðursamkvæmt niðurteljara sem birtist á skráningarsíðu

  • staðfesting á skráningu er send í tölvupósti

Ef skráning klárast ekki innan 30 mínútna

  • sætisbókun fellur niður og skráning telst ógild

  • prófgjöld verða endurgreidd

Prófreglur

Eftirfarandi reglur gilda á bóklegum prófum og prófsýningum. Það er á ábyrgð próftaka að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og fylgja þeim.

Skráning í bókleg flugpróf

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa