Fara beint í efnið

Verkleg flugpróf

Umsækjendur um flugmannsskírteini þurfa að taka verklegt flugpróf hjá prófdómara þegar bóklegu námi, bóklegum prófum og verklegri þjálfun er lokið. Flugmenn sem vilja endurnýja og viðhalda réttindum sínum þurfa einnig að taka verkleg próf. Verkleg próf skiptast í

  • Hæfnipróf - Á við þegar um er að ræða framlengingu áritana sem eru í gildi og endurnýjun á þeim. Umsækjendur um hæfnipróf hafa sjálfir samband við prófdómara eða í samráði við flugskóla.

  • Færnipróf - Á við þegar um er að ræða útgáfu skírteina og áritana. Umsækjendum um færnipróf er úthlutað prófdómara af Samgöngustofu í samræmi við samþykkt verklag.

Kröfur og væntingar til nemanda

Þess er vænst að nemandi hafi náð færni til að geta án hjálpar og af fyllsta öryggi

  • framkvæmt öll þau atriði sem nauðsynleg eru til að ljúka fluginu á öruggan hátt.

  • framkvæmt allt sem flugstjóra ber að gera og haft frumkvæði og tekið ákvarðanir í samræmi við ábyrgð flugstjóra.

  • sagt prófdómara hvað hann hyggst gera og hvers vegna. Það getur komið í veg fyrir misskilning sem ef til vill gæti orðið til þess að prófdómarinn felli rangan dóm.

Nemandinn skal sýna að hann geti

  • Starfrækt loftfarið innan þeirra takmarkana sem því er sett.

  • Lokið öllum flugbrögðum af lipurð og nákvæmni.

  • Viðhaft góða dómgreind og flugmennsku.

  • Beitt þekkingu á flugleiðsögu, ef við á.

  • Alltaf haldið góðri stjórn á loftfarinu með þeim hætti að aldrei verði efast um að aðgerð eða flugbragð beri góðan árangur.

Verkleg flugpróf

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa