Fara beint í efnið

Flugnám, Atvinnuflugmaður (ATPL)

Atvinnuflugmannsnám

Samanstendur af

  • bóklegu og verklegu námi hjá viðurkenndum flugskóla, sem hefur heimild til þjálfunar nemenda í atvinnuflugi

  • alþjóðlegum bóklegum atvinnuflugmannsprófum hjá Samgöngustofu

Bóklegt nám

fer fram samkvæmt námsskrá sem inniheldur 14 greinar. Prófað er hjá Samgöngustofu í 13 próffögum:

  • 010 - Air law (LAW)

  • 021 - Airframe/systems/power plant (ASP)

  • 022 - Instrumentation (INST)

  • 031 - Mass and balance (M&B)

  • 032 - Performance (PERF)

  • 033 - Flight planning and monitoring (FPM)

  • 040 - Human performance (HUM)

  • 050 - Meteorology (MET)

  • 061 - General navigation (GEN NAV)

  • 062 - Radio navigation (R NAV)

  • 070 - Operational procedures (OPS)

  • 081 - Principles of flight (POF)

  • 090 - Communications (COM)

Fög ekki til prófs hjá Samgöngustofu, heldur þarf að standast lokanámsmat hjá flugskóla áður en nemandi hefur fyrstu tilraun við sitt síðasta próffag á prófum Samgöngustofu.

  • 100 – Knowledge, Skills and Attitudes (KSA)

Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.

Nemar hafa

  • 12 mánuði til að þreyta fyrsta próf hjá Samgöngustofu í hverju fagi eftir að því er lokið hjá flugskóla.

  • 18 mánuði til að ljúka öllum prófum hjá Samgöngustofu eftir að hafa tekið fyrsta prófið hjá Samgöngustofu

  • Eftir útskrift úr bóklegum prófum hefur nemandi 36 mánuði til að ljúka verklegum hluta námsins hjá flugskóla og standast færnipróf til útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis með blindflugsáritun (CPL / IR).

  • Hámarksfjöldi próftilrauna í hverju fagi er 4 og hámarksfjölda prófsetna er 6.

Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindum skilyrðum þurfa að gangast undir endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

Verklegt nám

Upplýsingar um flugtímakröfur, sem og önnur skilyrði í verklegu námi, fyrir útgáfu CPL og ATPL skírteinis má finna í reglugerð (ESB) 1178/2011, útgefið af EASA.

Verklegt próf

Að bóklegu og verklegu námi loknu þarf nemandi að standast verklegt færnipróf með prófdómara til útgáfu CPL skírteinis (fjölhreyflaáritun (MEP) og blindflugsáritun (IR) oftast tekin með). Bóklegum prófum hjá Samgöngustofu þarf að vera lokið áður en nemanda er heimilt að þreyta verklegt próf.

Atvinnuflugmannsskírteini

Til þess að geta sótt um frumútgáfu atvinnuflugmannsskírteinis (CPL) þarf umsækjandi m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera handhafi PPL skírteinis (sé um áfangaskipt nám að ræða).

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Vera með gilt fyrsta flokks EASA, Part-MED heilbrigðisvottorð.

  • Sýna fram á tungumálafærni í ensku (ICAO Level 4 að lágmarki).

  • Hafa lokið bóklegu atvinnuflugmannsnámi og staðist bókleg próf hjá Samgöngustofu innan 36 mánaða.

  • Hafa lokið verklegu atvinnuflugmannsnámi og staðist færnipróf.

EASA Part-FCL atvinnuflugmannsskírteini:

CPL: Commercial Pilot Licence
ATPL: Airline Transport Pilot Licence

Útskrift úr bóklegum atvinnuflugmannsprófum (ATPL) gildir í 7 ár til útgáfu ATPL skírteinis, talið frá þeim degi sem blindflugsáritun rann síðast út í skírteini. Vísað er í flugtímakröfur, sem og önnur skilyrði, fyrir útgáfu ATPL skírteinis hér að ofan.

Lög og reglur

Upplýsingar um flugtímakröfur, sem og önnur skilyrði í verklegu námi, fyrir útgáfu CPL og ATPL skírteinis má finna í reglugerð (ESB) 1178/2011, útg. af EASA.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa