Fara beint í efnið

Flugnám, Einkaflugmaður (PPL)

Einkaflugnám (PPL - Private Pilot License)

Samanstendur af

  • bóklegu og verklegu námi, sem nemandi þarf að ljúka hjá viðurkenndum flugskóla

  • alþjóðlegu bóklegu prófi hjá Samgöngustofu

Einkaflugmannsnemi þarf að vera

  • orðinn 16 ára gamall áður en hann fer í sitt fyrsta einflug

  • handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorð

  • orðinn 17 ára gamall til að fá útgefið einkaflugmannsskírteini

Bóklegt nám

Bóklegt nám fer fram samkvæmt útgefinni námsskrá sem inniheldur níu próffög: 

  • 010-Air law (Lög og reglur um loftferðir)

  • 020-Human performance (Mannleg geta og takmörk hennar)

  • 030-Meteorology (Flugveðurfræði)

  • 040-Communication (Flugfjarskipti)

  • 050-Principles of flight (Flugeðlisfræði)

  • 060-Operational procedures (Verklagsreglur í flugi)

  • 070-Flight performance and planning (Afkastageta og áætlanagerð)

  • 080-Aircraft general knowledge (Almenn þekking á loftförum)

  • 090-Navigation (Flugleiðsaga)

Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein og fá próftakar að hámarki fjórar tilraunir í hverju próffagi.

Nemar hafa

  • 12 mánuði til að þreyta fyrsta próf hjá Samgöngustofu í hverju fagi eftir að því er lokið hjá flugskóla.

  • 18 mánuði til að ljúka öllum prófum hjá Samgöngustofu eftir að hafa tekið fyrsta prófið hjá Samgöngustofu

  • Eftir útskrift úr bóklegum prófum hefur nemandi 24 mánuði til að ljúka verklegum hluta námsins hjá flugskóla og standast færnipróf.

Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindum skilyrðum þurfa að gangast undir endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

Verklegt nám

Verklegt einkaflugmannsnámskeið á flugvél samanstendur af að lágmarki 45 fartímum, þar af

  • 25 fartímum með kennara

  • 10 einflugstímum

    • Af þessum 10 einflugstímum þurfa 5 fartímar að vera einflug í yfirlandsflugi og þar af eitt yfirlandsflug, að minnsta kosti 100 NM (185 km) að lengd, með stöðvunarlendingum á tveimur mismunandi flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli. 

Að loknu verklegu námi þarf að taka verklegt próf, að fá útgefið skírteini einkaflugmanns.

  • Bóklegum prófum hjá Samgöngustofu að vera lokið áður en verklegt próf fer fram.

  • Verklegt færnipróf er með prófdómara.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa