Fara beint í efnið

Starfsleyfi bílaleigu

Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Þeir sem vilja leigja út skráningarskyld ökutæki án ökumanns þurfa starfsleyfi frá Samgöngustofu.

Ferlið

  1. Sækja um starfsleyfi hjá Samgöngustofu

  2. Uppfylla skilyrði fyrir starfsleyfi

  3. Beiðni um umsögn um staðsetningu bílaleigu send á viðkomandi sveitarfélag

  4. Starfsleyfi gefið út að gefinni jákvæðri umsögn sveitarfélags

Fylgigögn

Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.

  • Sakavottorð forsvarsmanns - Island.is

  • Starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi

  • Búsforræðisvottorð - Island.is

  • Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum

  • Fastanúmer þeirra ökutækja sem áætluð eru til útleigu. Ökutækin þurfa að vera skráð á umsækjanda og í notkunarflokknum ökutækjaleiga.

  • Vottorð úr fyrirtækjaskrá með viðeigandi atvinnugreinaflokkun - Skatturinn

  • Staðfesting á að skuld með opinber gjöld, skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs eða iðgjöld í lífeyrissjóð sé ekki meiri en 500.000 kr.

Afgreiðsla umsókna

  • Samgöngustofa gefur út starfsleyfi þegar öllum skilyrðum er fullnægt og greiðsla hefur borist.

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti.

  • Ökutækjaleiga skal hafa geymslustað þar sem skráningarskyld ökutæki eru geymd. Afgreiðsla umsókna um starfsleyfi er háð þeim tíma sem viðkomandi sveitarfélag tekur til að veita umsögn um geymslustað. Beiðni um umsögn er send þegar öll gögn og greiðsla vegna umsóknar hafa borist til Samgöngustofu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélags innan 30 daga.

Kostnaður

  • Kostnaður við starfsleyfi bílaleigu er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 134.820 krónur.

  • Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum.


Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa