Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfsleyfi bílaleigu

Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Skilyrði starfsleyfis

Sá sem fullnægir öllum eftirfarandi skilyrðum getur fengið starfsleyfi fyrir bílaleigu og einkaleigu.

  1. Forráðamaður þarf að hafa náð 18 ára aldri og vera með skráð lögheimili innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)

  2. Forráðamaður þarf að vera með gott orðspor (metið út frá sakavottorði) og vera fjár síns ráðandi (ekki í gjaldþrotaskiptum)

  3. Starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi

  4. Skuld má ekki vera meiri en 500.000 kr. opinber gjöld eða skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs og lífeyrissjóði

  5. Bílar ætlaðir til útleigu í eigu umsækjanda (á ekki við um einkaleigu)

  6. Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.

Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa