Fara beint í efnið

Tilkynning um geymslustaði vegna bílaleigu

Tilkynning um geymslustaði bílaleigu

Þeir sem vilja leigja út skráningarskyld ökutæki án ökumanns þurfa starfsleyfi frá Samgöngustofu. Bílaleiga skal hafa geymslustað þar sem skráningarskyld ökutæki eru geymd.

Bílaleiga getur á grundvelli starfsleyfis haft geymslustaði í fleiri en einu sveitarfélagi og skal hún þá tilkynna Samgöngustofu um geymslustaðina, auk þess sem jákvæð umsögn sveitarstjórnar skal liggja fyrir.

Ferlið

  1. Tilkynnandi þarf að vera með gilt starfsleyfi hjá Samgöngustofu

  2. Samgöngustofa sendir beiðni um umsögn um staðsetningu geymslustaðar bílaleigu á viðkomandi sveitarfélag

  3. Geymslustaður samþykktur að gefinni jákvæðri umsögn sveitarfélags

Fylgigögn

  • Samþykki eiganda geymslustaðar ef annar en starfsleyfishafi bílaleigu

Afgreiðsla umsókna

Afgreiðsla umsókna um starfsleyfi er háð þeim tíma sem viðkomandi sveitarfélag tekur til að veita umsögn um geymslustað. Beiðni um umsögn er send þegar öll gögn vegna umsóknar hafa borist til Samgöngustofu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélags innan 30 daga.

Tilkynning um geymslustaði bílaleigu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa