Þeir sem vilja stunda einkaleigu, það er leigja út eigin skráningarskyld ökutæki í gegnum leigumiðlun að jafnaði til skemmri tíma, þurfa starfsleyfi frá Samgöngustofu samkvæmt lögum og reglum um bílaleigur.
Ferlið
Sækja um starfsleyfi hjá Samgöngustofu
Uppfylla skilyrði fyrir starfsleyfi
Starfsleyfi gefið út
Fylgigögn
Sakavottorð forsvarsmanns
Búsforræðisvottorð forsvarsmanns
Starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi
Staðfesting á að skuld umsækjanda með opinber gjöld og skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs sé ekki meiri en 500.000 kr. - Skuldleysisvottorð eða Skatturinn
Staðfesting á að skuld með iðgjöld við viðeigandi lífeyrissjóð sé ekki meiri en 500.000 kr.
Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum
Hver einstaklingur getur verið með allt að tvö ökutæki á eigin kennitölu til útleigu í gegnum einkaleigu sem er með starfsleyfi í gildi.
Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins. Atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
Afgreiðsla umsókna
Samgöngustofa gefur út starfsleyfi þegar öllum skilyrðum er fullnægt
Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti.
Afgreiðsla starfsleyfis einkaleigu er allt að 15 virkir dagar eftir að öll gögn hafa borist.
Kostnaður
Kostnaður við starfsleyfi einkaleiga er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 92.576 krónur .
Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa