Fara beint í efnið

Starfsleyfi einkaleigu

Umsókn um starfsleyfi einkaleigu

Einkaleiga er starfsemi sem rekin er í atvinnuskyni þar sem einstaklingar geta boðið til
leigu, að jafnaði til skemmri tíma, skráningarskylt ökutæki í persónulegri eigu með milligöngu leigumiðlunar.

Ferlið

  1. Sækja um starfsleyfi hjá Samgöngustofu

  2. Uppfylla skilyrði fyrir starfsleyfi

  3. Starfsleyfi gefið út

Fylgigögn

  • Sakavottorð forsvarsmanns - Island.is

  • Starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi

  • Búsforræðisvottorð forsvarsmanns - Island.is

  • Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum

  • Vottorð úr fyrirtækjaskrá með viðeigandi atvinnugreinaflokkun - Skatturinn

  • Staðfesting á að skuld með opinber gjöld, skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs eða iðgjöld í lífeyrissjóð sé ekki meiri en 500.000 kr.

  • Athuga þarf að áður en ökutæki eru leigð út þarf að tilkynna viðkomandi ökutæki til Samgöngustofu hverju sinni og það þarf að vera skráð í notkunarflokknum ökutækjaleiga.

Hver einstaklingur getur verið með allt að tvö ökutæki á eigin kennitölu til útleigu í gegnum einkaleigu sem er með starfsleyfi í gildi.

Afgreiðsla umsókna

  • Samgöngustofa gefur út starfsleyfi þegar öllum skilyrðum er fullnægt og greiðsla hefur borist.

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti.

  • Afgreiðsla starfsleyfis einkaleigu er allt að 15 virkir dagar.

Kostnaður

  • Kostnaður við starfsleyfi bílaleigu er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 89.880 krónur .

  • Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum.

Umsókn um starfsleyfi einkaleigu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa