Fara beint í efnið

Ættleiðing fósturbarna

Varðandi ættleiðingar fósturbarna er bent á upplýsingar um stjúpættleiðingar. Þar eiga við sömu sjónarmið og skilyrði auk þess sem málsmeðferðin er sambærileg.

Umsókn um ættleiðingu fósturbarns þurfa einnig að fylgja gögn frá barnaverndarnefnd varðandi ráðstöfun barns í fóstur til umsækjanda, það er samþykki kynforeldra fyrir ráðstöðun barns í fóstur eða úrskurður/dómur um sviptingu forsjár.

Þegar sótt er um ættleiðingu á fósturbarni skal greina frá aðdraganda fósturráðstöfunar­innar og því hvernig til hefur tekist með fóstrið. 

Einnig skal greint frá því hvort ættmennum látins kynforeldris barns, sem notið hafa umgengni við barnið samkvæmt ákvörðun barnaverndaryfirvalda, hafi verið kynnt að umsókn um ættleiðingu þess sé til meðferðar eða, ef það á við, ástæður þess að það hafi ekki verið gert.



Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15