Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Getur atvinnurekandi óskað eftir slysatilkynningu sem hann sendi inn?

Vinnueftirlitinu er ekki heimilt að afhenda slysatilkynningar til annara en þeirra einstaklinga sem þær fjalla um, þar sem þær innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Á það við þó að atvinnurekandi sem tilkynnti slysið sé sjálfur að óska eftir henni. Hinn slasaði getur sótt tilkynninguna á Island.is

Þess bera að geta að  Atvinnurekanda ber að halda skrá yfir: 

  • öll vinnuslys sem eiga sér stað á vinnustaðnum óháð því hvort þau valda fjarveru eða ekki 

  • óhöpp, sem eru til þess fallin að valda slysum 

Tilgangurinn er að atvinnurekandi fái yfirsýn yfir vinnuslys og óhöpp sem verða á vinnustaðnum. Slys eða óhöpp geta í mörgum tilvikum bent til þess að hætta á heilsutjóni sé meiri en áður hafði verið talið. Atvinnurekandi á að yfirfara áhættumat vinnustaðarins þegar slys eða óhöpp verða og uppfæra sé þess þörf. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?