Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnueftirlitið: Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði

Hvernig geri ég skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað?

Allir atvinnurekendur bera ábyrgð á að gerð sé áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, óháð stærð. Meginþættir hennar eru áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir.

Fyrst þarf að greina og meta áhættur í vinnuumhverfinu og gera skriflegt áhættumat sem fjallar um hverjar áhætturnar á vinnustaðnum eru. Atvinnurekanda ber að horfa heildstætt á alla þætti starfseminnar og vinnuumhverfisins. Þá er gott að styðjast við fimm meginþætti vinnuverndar, og sértækar áhættur ef við á. Mælt er að með að hafa samráð við starfsfólkið því það þekkir störf sín og getur komið með góðar hugmyndir til að draga úr áhrifum hættunnar. 

Síðan er gerð tímasett áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem er skrifleg áætlun um hvernig koma megi í veg fyrir áhætturnar. Sé það ekki hægt þarf að koma fram hvernig skuli draga úr þeim eins og frekast er kostur. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?