Vinnueftirlitið: Mannvirkjagerð
Hvað er asbest og hvernig á að umgangast það?
Asbest er náttúrlegt steinefni sem var áður mikið notað í byggingarvörur og iðnaði vegna brunaþols, einangrunareiginleika og efnaþols. Það getur því verið að finna í eldra húsnæði sem var byggt fyrir 1983. Eftir þann tíma hefur verið bannað að nota það hér á landi og víðar í Evrópu þar sem það er hættulegt heilsu fólks. Það er í lagi að asbest sé í húsum, til dæmis veggjum eða lögnum, en því fylgir áhætta að rífa niður veggi eða gera við lagnir sem innihalda asbests.
Vinnueftirlitið getur veitt heimild til vinnu við niðurrif og viðhald á byggingum, vélum eða öðrum búnaði sem inniheldur asbest og er eingöngu þeim sem hafa slík réttindi og þekkingu heimilt til að sinna þeim störfum. Þegar grunur leikur á að asbest sé að finna í húsnæði eða vélum er mikilvægt að leitað sé til fagfólks sem hefur umrædd réttindi.
Vinnueftirlitið heldur reglulega réttindanámskeið fyrir þau sem vinna við niðurrif á asbesti og afgreiðir umsóknir um heimild til að vinna með asbest.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?