Vinnueftirlitið: Mannvirkjagerð
Hvar finn ég upplýsingar um fallvarnir?
Fallvarnir eru mikilvægar þegar unnið er í hæð þar sem hætta er á falli við vinnu sem getur valdið meiðslum, sérstaklega þegar fallhæðin er meiri en tveir metrar. Stundum er nægilegt að nota örugga verkpalla þar sem er að finna handrið, hnjá- og tálista. Þegar unnið er í þakvinnu og í mikilli hæð þarf að nota fallvarnarbelti með líflínum ef öðrum vörnum verður ekki komið við. Mikilvægt er að fylgja ávallt leiðbeiningum framleiðanda um notkun og viðhald á fallvörnum. Slíkur búnaður hefur bjargað mannslífum. Þá er mikilvægt að gæta vel að viðhaldi á fallvörnum. Eins að því að þær séu notaður rétt og að starfsfólk fái nægilega þjálfun við störf sín þar sem fallvarnir eru nauðsynlegar.
Hér má finna nánara fræðsluefni um fall við vinnu. Þar er meðal annars fjallað um helstu áhættuþætti og forvarnir.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?