Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvernig tilkynni ég byggingavinnustað til Vinnueftirlitsins?

Verkkaupi eða fulltrúi hans þarf að tilkynna til Vinnueftirlitsins um vinnustað áður en vinna hefst þegar um er ræða byggingastarfsemi eða mannvirkjagerð þar sem ráðgert er að vinna standi yfir lengur en 30 daga og ef gert er ráð fyrir því að fleiri en 20 starfsmenn verði við vinnu samtímis á svæðinu. Það sama á við um vinnustaði þar sem ráðgert er að vinnan taki lengri tíma en sem nemur 500 dagsverkum. Getur því verið um að ræða til dæmis verk þar sem áætlað er að fimm starfsmenn starfi í rúma þrjá mánuði eða sem nemur 100 dögum. 

Vinnueftirlitinu er heimilt að leggja stjórnvaldssektir á verkkaupa láti hann hjá líða að tilkynna fyrir fram um vinnustað. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?