Vinnueftirlitið: Mannvirkjagerð
Hvenær á ég að nota hjálm í vinnunni?
Starfsfólk skal ávallt nota viðurkennda öryggishjálma á vinnustöðum þar sem þarf að varast áhættu á höfuðáverkum, svo sem vegna fallandi hluta eða annarra áhættuþátta. Á þetta við sem dæmi um byggingavinnustaði, álver og aðrar verksmiðjur.
Atvinnurekandi ber ábyrgð á að útvega hjálmana og gæta þess að þeim sé viðhaldið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Starfsfólki ber að nota þá. Það er bæði á ábyrgð atvinnurekanda og starfsfólks að hjálmarnir séu rétt notaðir, þar á meðal rétt stilltir.
Notkun svokallaðra skelhjálma kemur ekki í stað öryggishjálma á byggingarvinnustöðum. Enn fremur er mælt með því að atvinnurekendur meti hvort að öryggishjálmar með undirbandi séu góður kostur þegar unnið er í hæð til að draga úr líkum á því að þeir detti af höfði starfsfólks við fall.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?