Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki
Dvalarleyfiskortið mitt er útrunnið, hvernig fæ ég nýtt?
Ef þú ert með tímabundið dvalarleyfi gildir kortið jafn lengi og dvalarleyfið. Þú þarft þá að sækja um endurnýjun leyfisins áður en þú getur fengið nýtt dvalarleyfiskort. Þegar nýtt leyfi hefur verið veitt færðu sent bréf um að þú þurfir að mæta í myndatöku fyrir nýtt kort.
Ef þú ert með ótímabundið dvalarleyfi hefur kortið þitt fimm ára gildistíma. Þegar það rennur út þarftu að mæta í myndatöku og greiða 8.000 krónur til að fá útgefið nýtt kort.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?