Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki

Ég er umsækjandi um vernd, get ég fengið vegabréfið mitt til baka?

Umsækjanda um alþjóðlega vernd ber að afhenda stjórnvöldum vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum. Sama gildir um maka umsækjanda og börn, hvort sem þau komu með honum eða sækja um alþjóðlega vernd síðar.

Þú getur fengið vegabréf þitt til baka í þessum tilvikum:

  • Þú hefur hlotið vernd á Íslandi og hefur ekki kosið að fá útgefið ferðaskírteini fyrir flóttamenn.

  • Þú hefur dregið umsókn þína um vernd til baka, hefur heimild til að ferðast innan Schengen-svæðisins og getur sýnt fram á þú eigir flugmiða út af Schengen-svæðinu.

  • Ef þú hefur sótt um sjálfviljuga heimför og gengið frá nauðsynlegum skráningum hjá Útlendingastofnun, færðu vegabréfið til baka annaðhvort fyrir heimferð eða meðan á heimferð stendur.

  • Ef þér verður fylgt úr landi af lögreglu færðu vegabréfið til baka á leiðarenda.

Eigir þú ekki kost á að fá vegabréf þitt til baka stendur þér til boða að fá afrit af vegabréfinu. Á afritinu kemur fram að vegabréfið sé í vörslu lögreglu og að áreiðanleiki skilríkjanna hafi ekki verið staðfestur.

Þú getur óskað eftir afriti með því að hafa samband við Útlendingastofnun. Upplýsingar um nafn og fæðingardag þurfa að koma fram í póstinum.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900