Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki

Get ég sótt dvalarleyfiskort á annan stað en ég fór í myndatöku?

Ef þú vilt sækja dvalarleyfiskort á annan stað en þangað sem þú fórst í myndatöku, þarftu að taka það fram í myndatökunni að afhendingarstaður eigi að vera annar.

Ef gleymst hefur að óska eftir öðrum afhendingarstað í myndatökunni, þarftu að senda skriflega beiðni þangað sem myndatakan fór fram um að dvalarleyfiskortið skuli sent á annan afhendingarstað.

Aðeins er hægt að velja afgreiðslu Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 og sýslumannsembættin utan höfuðborgarsvæðisins sem afhendingarstaði dvalarleyfiskorts.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900