Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki

Hvenær fæ ég kennitöluna mína?

Kennitala er 10 tölustafa númer sem einstaklingar, fyrirtæki og fleiri nota á Íslandi til að auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum.

Útlendingastofnun gefur ekki út kennitölur en þú færð kennitölu þegar dvalarleyfi hefur verið veitt eða gefið út. Þú getur ekki sótt um kennitölu hjá Útlendingastofnun.

Margir sem eiga samskipti við Útlendingastofnun nota orðið kennitala yfir dvalarleyfiskort og dvalarleyfi. Sumir nota orðin plastic kennitala, green card eða kennitala card yfir sama hlut.

Upplýsingar um hvaða dvalarleyfisumsóknir er verið að vinna eru á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Þú getur lesið þér til um dvalarleyfiskort á heimasíðu Útlendingastofnunar og á þjónustuvefnum.

Upplýsingar um mismunandi tegundir dvalarleyfa er einnig að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900