Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki

Hvernig sæki ég um ferðaskilríki?

Þeir sem hafa fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og dveljast löglega í landinu geta sótt um ferðaskírteini fyrir flóttamenn til ferða til útlanda.

Þeir sem sóttu um alþjóðlega vernd en fengu veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum geta sótt um vegabréf fyrir útlendinga (alien's passport), að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Umsóknum er aðeins hægt að skila á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn skal vera í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda eða forsjáraðila/aðilum ef sótt er um fyrir barn yngra en 18 ára.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900