Útlendingastofnun: Dvalarleyfiskort og ferðaskilríki
Get ég notað dvalarleyfiskort sem ferðaskilríki?
Nei, dvalarleyfiskort er ekki ferðaskilríki og kemur því ekki í staðinn fyrir vegabréf. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa það meðferðis á ferðalögum erlendis til að sýna að þú hafir heimild til dvalar á Schengen-svæðinu og megir koma til baka til Íslands.
Dvalarleyfiskort er staðfesting á því að útlendingur hafi dvalarleyfi á Íslandi og með því er hægt að ferðast inn og út af Schengen-svæðinu. Útlendingur með dvalarleyfiskort í gildi má ferðast innan Schengen-svæðins í allt að 90 daga á 180 daga tímabili.
Schengen-ríkin eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Athugið að Bretland er ekki hluti af Schengen-svæðinu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?