Fara beint í efnið

Sýslumenn: Þinglýsingar, staðfestingar og skráningar

Hvernig aflýsi ég húsaleigusamningi?

Ef samningur er tímabundinn skal leigjandi láta aflýsa samningnum þegar leigutíma lýkur. 

Að sjö dögum liðnum eftir lok leigutíma skal aflýsa samningi að kröfu leigusala.

Þinglýstum húsaleigusamningi þarf að aflýsa við lok leigutíma. Nýjum samningi verður ekki þinglýst á eignina fyrr en það hefur verið gert. 

Ef samningur er ótímabundinn eða samningstími ekki útrunninn þarf að koma með frumrit samnings, áritað af leigutaka og leigusala með beiðni um aflýsingu. Ef frumrit er týnt má fylla út eyðublað á heimasíðu sýslumanna



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?