Fara beint í efnið

Sýslumenn: Þinglýsingar, staðfestingar og skráningar

Hvað er apostille vottun?

Erlendir viðtakendur gera stundum kröfu um apostille vottun skjals en þá þarf að fá lögbókandavottun á skjalið hjá sýslumanni og fara svo með það til utanríkissráðuneytisins sem veitir apostille vottun ofan á vottun lögbókanda.

Þegar nota á íslensk skjöl og vottorð erlendis óskar viðtakandi skjalanna stundum eftir því að þau séu formlega staðfest. Með formlegri staðfestingu er átt við að utanríkisráðuneytið stimpli og staðfesti með því að þar til bært yfirvald á Íslandi hafi gefið skjalið út eða vottað það.

Rétt er að taka fram að staðfesting ráðuneytisins felur ekki í sér efnislega staðfestingu á innihaldi skjalsins. Með henni er verið að staðfesta að íslenska stjórnvaldið sem gaf skjalið út eða stimplaði hafi í raun gert það.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?