Fara beint í efnið

Að semja um skuld við kröfuhafa

Á þessari síðu

Samningsatriði

Leitaðu upplýsinga á vefsíðu kröfuhafa um mögulegar lausnir. Oft er hægt að semja um fleiri lausnir en þar koma fram.

Dæmi

Athugaðu möguleika á:

  • tímabundið lægri afborgunum og lengri lánstíma: Athugaðu hvort þú getir tímabundið borgað minna af skuldinni. Eftir ákveðinn tíma myndu fullar greiðslur hefjast á ný. Greiðslur sem falla niður á tímabilinu bætast annað hvort við upphæðina seinna meir eða skoða hvort lánstíminn lengist

  • niðurfellingu á innheimtu- og vaxtarkostnaði: Athugaðu hvort þú getir samið um lækkun eða niðurfellingu á innheimtukostnaði.

  • sameina lán: Athugaðu möguleika á að sameina lægri lán til að lækka greiðslubyrðina og minnka kostnað við mismunandi lán.

Fáðu skriflega staðfestingu á samningnum og passaðu vel upp á öll gögn og greiðslukvittanir. Ekki samþykkja samning sem þú getur ekki staðið við.

Ef þú getur ekki samið við kröfuhafa, getur þú fengið ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara.

Sérstök úrræði

Það eru sérstök úrræði vegna skulda við opinberra aðila.