Fara beint í efnið

Opinber fjársöfnun, umsókn um leyfi

Leyfi fyrir opinbera fjársöfnun

Með opinberri fjársöfnun er átt við starfsemi þar sem almenningur er hvattur til að gefa fé í þágu ákveðins málefnis án þess að endurgjald komi í staðinn. Þó svo að sá sem lætur fé af hendi til fjársöfnunar fái endurgjald í formi táknræns hlutar, telst hann ekki hafa fengið endurgjald, hafi hluturinn ekki sjálfstætt verðgildi.

Fjársöfnun er opinber, ef henni er beint til annarra en þeirra, sem eru í persónulegum eða félagslegum tengslum við þá, sem fyrir fjársöfnunum standa, eða standa í sérstöku sambandi við þá.

Stofnanir, félög, samtök manna mega standa fyrir opinberri fjársöfnunum.   

Fé því sem safnast kann skal komið fyrir á banka eða gíróreikningi, sem stofnaður er í þessu sérstaka tilefni. Óheimilt er að nota féð í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað, nema með leyfi sýslumanns.

Umsókn 

Opinber fjársöfnun á götum, verslunum eða í húsum er háð leyfi sýslumanns.  

Fylla þarf út umsókn um leyfi fyrir opinbera fjársöfnun og senda til Sýslumannsins á Suðurlandi sem fer yfir umsóknina og gefur út leyfisbréf ef öll skilyrði eru uppfyllt.

Umsóknir má einnig senda í tölvupósti á netfangið: sudurland.leyfi@syslumenn.is

Ábyrgðarmenn

Ef stofnun, félög eða samtök standa fyrir söfnun þarf einn ábyrgðarmann. Ef hópur einstaklinga stendur fyrir söfnun þarf þrjá ábyrgðarmenn og þurfa að minnsta kosti tveir þeirra að vera fjárráða íslenskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi. 

Tilkynning um opinbera fjársöfnun

Þær opinberu fjársafnanir sem eru ekki leyfisskyldar, þarf að tilkynna til Sýslumannsins á Suðurlandi með því að fylla út tilkynningu um opinbera fjársöfnun.

Tilkynning um opinbera fjársöfnun

Undanþágur

Það þarf ekki að sækja um leyfi né tilkynna sýslumanni um:

  • uppboð til góðgerðarmála

  • stuðningstónleika eða aðrar stuðningssamkomur

  • safnanir á notuðum hlutum

  • fjársafnanir á samkomum

  • fjársafnanir á vegum fjölmiðla í opinberu góðgerðarskyni. Viðkomandi fjölmiðill þarf þó að birta skrá yfir framlag allra gefenda og viðurkenningu þeirra sem taka á móti peningunum að söfnun lokinni. 

Reikningsyfirlit og birting

Innan 6 mánaða frá lokum fjársöfnunar þarf sá sem stóð fyrir henni að afhenda Sýslumanninum á Suðurlandi:

  • Reikning söfnunarinnar endurskoðaðan af löggiltum endurskoðanda.

  • Staðfestingu þess sem tók á móti söfnunarfénu.

  • Upplýsingar um hvar og hvenær birting á reikningi söfnunarinnar fari fram (þetta getur verið til dæmis á heimasíðu félagsins).

Kæruheimild

Ákvarðanir sýslumanns eru kæranlega til dómsmálaráðuneytis, samanber 8. gr. laga nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn um leyfi fyrir opinbera fjársöfnun hér.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast tilkynningu um opinbera fjársöfnun hér.

Lög og reglugerðir

Lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir.

Reglugerð nr. 786/2008 um opinberar fjársafnanir.

Leyfi fyrir opinbera fjársöfnun

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15