Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Umsókn um að veðsetja eða selja fasteignir í eigu sjóðs eða sjálfseignarstofnana

Stjórn sjóðs eða sjálfseignarstofnunar eða aðili sem fram kemur samkvæmt gildu umboði stjórnar skal óska eftir samþykki sýslumanns ef ætlunin er að veðsetja eða selja fasteign í eigu stofnunar.

Beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar í eigu sjálfseignarstofnunar skal samræmast ákvæðum gildandi skipulagsskrár.

Umboðsaðili stjórnar skal senda rökstudda beiðni til sýslumanns þar sem tilgreindar eru þær fasteignir í eigu sjálfseignarstofnunar sem veðsetja skal eða selja ásamt fastanúmerum eignanna.  Með beiðni skulu fylgja afrit af lánaskjölum eða kaupsamningi/afsali um viðkomandi fasteignir.

Sýslumaður yfirfer framkomna beiðni.  Ríkisendurskoðun er veitt færi á að láta í ljós umsögn sína vegna hennar. 

Umsögn Ríkisendurskoðunar er yfirfarin hjá sýslumanni.  Stjórn sjálfseignarstofnunar er veitt færi á að koma með athugasemdir við umsögn Ríkisendurskoðunar eða ábendingar sýslumanns ef þörf er talin á.

Sýslumaður tekur ákvörðun um hvort fallist er á beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar.  Ef beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar í eigu sjálfseignarstofnunar er samþykkt sendir sýslumaður samþykki sitt til beiðanda.  Skal samþykki sýslumanns fylgja viðkomandi skjölum til þinglýsingar í því umdæmi sem þinglýsing á að fara fram.  Ef beiðni um sölu eða veðsetningu fasteignar í eigu sjálfeignarstofnunar er hafnað er beiðanda tilkynnt um það en slíka ákvörðun má kæra til dómsmálaráðuneytisins.