Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Umsókn um að veðsetja eða selja fasteignir í eigu sjóðs eða sjálfseignarstofnana

Stjórn sjóðs eða sjálfseignarstofnunar eða aðili sem fram kemur samkvæmt gildu umboði stjórnar skal óska eftir samþykki sýslumanns ef ætlunin er að veðsetja eða selja fasteign í eigu stofnunar.

Beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar í eigu sjálfseignarstofnunar skal samræmast ákvæðum gildandi skipulagsskrár.

Umboðsaðili stjórnar skal senda rökstudda beiðni til sýslumanns þar sem tilgreindar eru þær fasteignir í eigu sjálfseignarstofnunar sem veðsetja skal eða selja ásamt fastanúmerum eignanna.  Með beiðni skulu fylgja afrit af lánaskjölum eða kaupsamningi/afsali um viðkomandi fasteignir.

Sýslumaður yfirfer framkomna beiðni.

Sýslumaður tekur ákvörðun um hvort fallist er á beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar.  Ef beiðni um veðsetningu eða sölu fasteignar í eigu sjálfseignarstofnunar er samþykkt sendir sýslumaður samþykki sitt til beiðanda.  Skal samþykki sýslumanns fylgja viðkomandi skjölum til þinglýsingar í því umdæmi sem þinglýsing á að fara fram.  Ef beiðni um sölu eða veðsetningu fasteignar í eigu sjálfeignarstofnunar er hafnað er beiðanda tilkynnt um það en slíka ákvörðun má kæra til dómsmálaráðuneytisins.

Tengd lög og reglugerðir

Lög nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Lög nr. 112/2024 um breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).

Reglugerð nr. 140/2008 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Reglugerð nr. 1125/2006 um framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá

Reglugerð nr. 1416/2024 um breytingu á reglugerð um framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 1125/2006.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15