Fara beint í efnið

Tilkynning um kosningu öryggistrúnaðarmanns og tilnefningu öryggisvarðar eða stofnun öryggisnefndar

Tilkynning um öryggistrúnaðarmann, öryggisvörð eða stofnun öryggisnefndar

Fyrirtæki með fleiri en 10 starfsmenn þurfa að tilnefna öryggisvörð af hálfu atvinnurekanda og starfsmenn skulu kjósa öryggistrúnaðarmann úr sínum hópi. Tilkynna þarf Vinnueftirliti um tilnefningu öryggistrúnaðarmanns og öryggisvarðar.

Á tilkynningu þarf að koma fram:

  • upplýsingar um fyrirtæki

  • staðsetning

  • fyrirkomulag og hvort sé öryggistrúnaðarmaður, öryggisvörður, öryggisnefnd

  • nafn öryggistrúnaðarmanns

  • nafn öryggisvarðar

Öryggisnefnd

Fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri þurfa að vera með öryggisnefnd, sem er ætlað að skipuleggja aðgerðir varðandi:

  • aðbúnað

  • hollustuhætti

  • öryggi innan fyrirtækisins

  • annast fræðslu starfsmanna um þessi efni

  • hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir komi að tilætluðum árangri.

Nánari upplýsingar

Lög og reglur

Tilkynning um öryggistrúnaðarmann, öryggisvörð eða stofnun öryggisnefndar

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Ábyrgðaraðili

Vinnu­eft­ir­litið