Fara beint í efnið

Tekjutengingar

Ellilífeyrir er tekjutengdur sem þýðir að greiðslur almannatrygginga lækka þegar mánaðartekjur lífeyrisþega fara yfir ákveðin tekjumörk. Upphæð ellilífeyris er reiknuð út frá tekjuáætlun og mikilvægt að hún sé rétt.

Mínar síður, Tryggingastofnun ríkisins

Nauðsynlegt er að tilkynna TR ef breytingar verða á tekjum frá því sem áætlað hefur verið.

Tekjuáætlun

Lífeyrisþegar fá árlega senda tekjuáætlun frá Tryggingastofnun, TR þar sem áætlaðar tekjur næsta árs koma fram.

Ef lífeyrisþegi gerir ráð fyrir að tekjur hans verði hærri eða lægri en tekjuáætlun segir til um verður hann að gera athugasemd innan tiltekinna tímamarka. Annars telst áætlunin samþykkt.

Ef breytingar verða á tekjum eða aðstæðum lífeyrisþega er ráðlegt að tilkynna það jafnóðum til TR. Þetta gildir til dæmis um:

  • atvinnutekjur og greiðslur frá lífeyrissjóði

  • fjármagnstekjur, til dæmis vegna söluhagnaðar eða arðs af sölu húsbréfa eða annarra verðbréfa

  • breytta hjúskaparstöðu

Á hverju hausti eru lífeyrisgreiðslur ársins á undan endurreiknaðar út frá endanlegum upplýsingum í skattframtali um tekjur.
Tekju- og greiðsluáætlun á vef TR
Uppgjör og innheimta á vef TR

Ef tekjur lífeyrisþega reynast hærri við endurreikning en áætlað var getur komið til þess að dregið sé af bótagreiðslum næsta árs. Frádráttur getur numið allt að 20% bóta.

Hægt er að óska eftir að fá greitt einu sinni á ári. Þá eru réttindin reiknuð út þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og eru greidd út í einu lagi.

Tekjutengingar

Ef tekjur ellilífeyrisþega fara yfir ákveðin mörk, frítekjumörk, skerðast lífeyrisgreiðslur sem hann fær frá Tryggingastofnun.

Frítekjumörk eru mishá eftir því um hvers konar tekjur er að ræða.

Misjafnt er hvaða tekjur skerða hvaða bótaflokka, til að mynda geta lífeyrissjóðstekjur skert tekjutryggingu en ekki ellilífeyri.

Til að draga úr skerðingu bóta er leyfilegt að dreifa fjármagnstekjum og séreignarlífeyrissparnaði á allt að 10 ár.

Ellilífeyrir á vef TR

Vert að skoða

Lög og reglugerðir