Fara beint í efnið

Talsmannaþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Greiðslur

Kostnaður vegna starfsins greiðist úr ríkissjóði skv. 5. mgr. 13. gr. útlendingalaga nr. 80/2016 og greiðist skv. 42. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017, kr. 16.500 fyrir hverja byrjaða klukkustund að viðbættum virðisaukaskatti.

Eingöngu talsmenn sem Útlendingastofnun hefur skipað til starfsins fá greitt úr ríkissjóði. Kjósi útlendingur að velja sér annan talsmann en honum er skipaður skal hann sjálfur greiða kostnað vegna starfa hans.

Í þeim tilvikum sem hámarksfjöldi tíma er fullnýttur á lægra stjórnsýslustigi mun Útlendingastofnun greiða í samræmi við neðangreinda tímatöflu samvæmt vinnuframlagi talsmanns á æðra stjórnsýslustigi. 

Reikningar

Reikning talsmanns fyrir veitta þjónustu skal senda Útlendingastofnun rafrænt með tilvísun í málsnúmer stofnunarinnar ásamt sundurliðaðri tímaskýrslu og skipunarbréfi, sjá nánar hér.

  • Aðeins er tekið við einum reikningi fyrir þjónustu við hvern umsækjanda um vernd við lok máls eða þegar heimilum tímafjölda er náð. Heimilt er að senda einn reikning við lok máls hjá Útlendingastofnun og annan reikning við lok máls hjá kærunefnd útlendingamála. Ef fleiri en einn reikningur er sendur fyrir málsmeðferð sama málsins, hjá Útlendingastofnun eða hjá kærunefnd útlendingamála, verður síðari reikningnum hafnað.

    • Ef um fjölskyldu er að ræða er sendur einn reikningur fyrir hvert foreldri, en börnin fylgja öðru þeirra. Tiltaka þarf málsnúmer barnanna á viðkomandi reikningi.

    • Ef um einstætt foreldri er að ræða skal taka fram málsnúmer barns eða barna í reikningi foreldrisins og gera grein fyrir unnum tímum í tímaskýrslu.

  • Ekki er greitt fyrir vinnu talsmanns sem fram fer eftir endanlega niðurstöðu stjórnsýslumáls svo sem vinnu við beiðnir um frestun réttaráhrifa eða endurupptöku máls.

  • Ekki er greitt sérstaklega fyrir akstur talsmanns, þar með talið akstur til og frá viðtali.

Tímatafla

Mál hjá Útlendingastofnun

Fullorðinn umsækjandi

Barn (6-12 ára) í fylgd einstæðs foreldris

Barn (13-17 ára) í fylgd einstæðs foreldris

Fylgdarlaust barn

Forgangsmeðferð

7 klst.

1 klst.

2 klst.

15 klst.

Efnismeðferð

15 klst.

1 klst.

2 klst.

15 klst.

36. greinar mál

10 klst.

1 klst.

2 klst.

15 klst.

Mál hjá kærunefnd útlendingamála

Fullorðinn umsækjandi

Fylgdarlaust barn

Forgangsmeðferð

4 klst.

10 klst.

Efnismeðferð

10 klst.

10 klst.

36. greinar mál

8 klst.

10 klst.

Túlkaþjónusta

Útlendingastofnun greiðir kostnað við túlkaþjónustu fyrir allt að 90 mínútur, þurfi talsmenn að nýta sér slíka þjónustu í samskiptum við umsækjendur. Stofnunin skiptir bæði við íslenskar og erlendar túlkaveitur.

Fyrir túlkaþjónustu eru að hámarki greiddar 16.000 krónur á tímann með virðisaukaskatti. Reikningur fyrir 90 mínútna þjónustu getur því ekki verið hærri en 24.000 krónur.

Talsmenn skulu panta túlka með hæfilegum fyrirvara þannig að ekki sé krafist greiðslu fyrir álag. Stofnunin greiðir ekki reikninga sem pantaðir eru án fyrirvara eða reikninga sem eru merktir ,,neyðartúlkun“.

Talsmaður gerir grein fyrir kostnaðinum í sundurliðuðum reikningi til Útlendingastofnunar.

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun