Fara beint í efnið

Talsmannaþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Verklag um fyrirsvar

Útlendingastofnun gerir ekki athugasemd við að lögmaður/lögfræðingur á talsmannalista, annist verkefni fyrir hönd skipað talsmanns, svo sem að mæta í viðtal, taka við birtingu ákvörðunar Útlendingastofnunar og/eða skila greinargerð til kærunefndar útlendingamála, séu eftirfarandi atriði uppfyllt:

  1. Þegar um er að ræða mætingu í viðtöl skal Útlendingastofnun tilkynnt um fyrirsvarið að minnsta kosti 24 tímum fyrir viðtal með tölvupósti frá skipuðum talsmanni eða þeim talsmanni sem leysir skipaðan talsmann af samkvæmt umboði. Leysi talsmaður skipaðan talsmann af í öðrum verkefnum, svo sem með framlagningu kæru og/eða greinargerðar til kærunefndar útlendingamála, skal fylgja umboð frá skipuðum talsmanni sem heimilar talsmanni að leysa skipaðan talsmann af hendi.

  2. Sá sem mætir í viðtal fyrir hönd skipaðs talsmanns, undirritar skipunarbréf fyrir hönd viðkomandi.

  3. Gögn tengd fyrirsvari eru send til skipaðs talsmanns nema annars sé sérstaklega óskað og það sé sérstaklega heimilað í umboði til þess talsmanns sem leysir skipaðan talsmann af.

  4. Skipuðum talsmanni er ekki heimilt að framselja skipunina sjálfa. Í því felst meðal annars að talsmanni sem leysir skipaðan talsmann af á grundvelli verklagsreglna þessara er ekki heimilt að rukka Útlendingastofnun í eigin nafni fyrir það verk sem unnið er af hendi. Útlendingastofnun greiðir aðeins reikninga frá skipuðum talsmanni og þurfa talsmenn að gera upp sín á milli vegna fyrirsvars.

  5. Fyrirsvar er ekki bundið við samstarfsaðila innan sömu lögmannsstofu.

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun