Fara beint í efnið

Talsmannaþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Gagnasendingar

Allar gagnasendingar talsmanna til Útlendingastofnunar skulu berast í gegnum signet transfer.

Mikilvægt er að velja þá tegund málsmeðferðar sem við á í máli hvers umsækjanda til að tryggja að gögn berist réttum aðilum innan stofnunarinnar með sem hröðustum hætti:

  • Greinargerð verndarsvið – efnis og forgangsmál

  • Greinargerð verndarsvið – 36. gr. mál

Leiðbeiningar og reglur um framlagningu gagna hjá Útlendingastofnun

Meðal hlutverka talsmanna er að skila inn gögnum og greinargerð fyrir hönd umsækjanda, eftir því sem þörf er á. Við faglegt skilamat talsmanna er meðal annars litið til gagnaframlagningar í þeim málum sem talsmenn hafa tekið að sér að sinna. Þá er litið til þess hvort starfshættir talsmanna hafi stuðlað að skilvirkri málsmeðferð og hvort gagnaafhending hafi einkennst af fagmennsku og samviskusemi.

  • Í greinargerð eða með greinargerð skal ávallt fylgja gagnaskrá yfir framlögð gögn málsins.

  • Gögn eiga að vera merkt í samræmi við efnisinnihald þeirra.

  • Gögnum skal skilað inn í formi sem ekki er hægt að eiga við. Gögnum skal því ekki skilað inn í Word, Excel eða PowerPoint. Hið sama gildir um greinargerðir.

  • Í greinargerð skal fjallað um framlögð gögn og þýðingu þeirra fyrir mál umsækjanda.

    • Hvað á framlagt skjal að sýna fram á?

    • Hvaða þýðingu hefur framlagt skjal fyrir mál umsækjanda?

    • Hvernig tengist framlagt skjal frásögn umsækjanda?

  • Ef gögn eru lögð fram eftir að greinargerð hefur verið skilað, ber að skila inn gagnaskrá um þau gögn og gera grein fyrir þýðingu gagnanna fyrir mál umsækjanda.

  • Talsmanni ber að fara yfir þau gögn sem umsækjandi er með og kýs að leggja fram. Það er hlutverk talsmanns að meta hvaða gögn hafa þýðingu fyrir mál umsækjanda og skal hann aðeins leggja fram slík gögn.

  • Ekki skal leggja fram gögn með upplýsingum eða heimildum varðandi almennt ástand í heimaríki umsækjanda. Ber talsmanni að fjalla um og vísa til slíks í greinargerð sinni.

  • Leggja skal fram frumrit gagns í stað afrits, hafi umsækjandi slíkt undir höndum og hafi gagnið beina þýðingu fyrir mál umsækjanda. Ef umsækjandi hefur ekki í fórum sínum frumrit skjals, sem getur haft veigamikla þýðingu fyrir mál hans, er gott að kanna hvort umsækjandi hafi þess kost að nálgast frumrit skjalsins.

  • Ef ástæða er til kallar Útlendingastofnun eftir frekari gögnum og er þá veittur frestur í tvo virka daga. Hið sama gildir ef Útlendingastofnun telur þörf á frekari skýringum á framlögðum gögnum.

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun