Fara beint í efnið

Talsmannaþjónusta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Gagnasendingar

Allar gagnasendingar talsmanna til Útlendingastofnunar skulu berast í gegnum signet transfer.

Þegar talsmenn hyggjast skila inn gögnum og greinargerð í máli umsækjanda í gegnum signet transfer þarf að velja þá málsmeðferð sem við á:

  • Greinargerð verndarsvið – efnis og forgangsmál

  • Greinargerð verndarsvið – 36. gr. mál

Mikilvægt er að velja þá tegund málsmeðferðar sem við á í máli hvers umsækjanda til að tryggja að gögn berist réttum aðilum innan stofnunarinnar með sem hröðustum hætti.

Talsmenn eru vinsamlega beðnir um að gera ítarlega grein fyrir framlögðum gögnum þegar þeim er skilað til Útlendingstofnunar. Stofnunin mælist til þess að talsmenn merki hvert skjal með númeri eða nafni þegar þau eru lögð fram (fyrir utan greinargerð) og listi upp framlögð skjöl í gagnaskrá.

Umsókn um skráningu sem talsmaður

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun