Fara beint í efnið

Þú getur sótt um starfsleyfi sem þjónustuaðili brunaþéttinga hjá HMS.

Þú verður að tilgreina ábyrgðarmann starfsleyfisins.

Einnig er hægt að tilgreina starfsmenn sem hlotið hafa námskeiðsskírteini þjónustuaðila brunavarna.

Skilyrði

  • Þú verður að hafa lokið iðnmeistaranámi í rafvirkjun, húsasmíði, pípulagningum, blikksmíði eða sambærilegu námi.

  • Þú verður að ljúka námskeiði um brunaþéttingar. Námskeiðin fara fram hjá Iðunni fræðslusetri og Rafmennt. Eftir námskeiðið færðu skírteini sem HMS viðurkennir.

  • Þú verður að hafa starfað í 3 mánuði hjá aðila með starfsleyfi frá HMS.

Sækja um

Starfsleyfi þjónustuaðila brunaþéttinga

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Námskeiðsskírteini.

  • Staðfesting um 3 mánaða starfsreynslu hjá aðila með starfsleyfi frá HMS.

  • Afrit af meistarabréfi.

  • Gæðahandbók og gæðakerfi.

Umsókn staðfest

  1. Þú sækir um á vefnum með námskeiðsskírteini og staðfestingu á starfsreynslu.

  2. Þú færð tölvupóst um að umsókn hafi verið staðfest.

  3. Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum hjá HMS.

Umsókn samþykkt

  1. Þegar umsóknin er samþykkt færðu greiðsluseðil í heimabankann.

  2. Þegar þú hefur greitt gjaldið sendir HMS þér starfsleyfisskírteini í bréfpósti.

  3. HMS skráir þig á lista yfir þjónustuaðila sem hlotið hafa starfsleyfi.

  4. Leyfið gildir í fimm ár.

Endurnýjun starfsleyfis

Þú getur endurnýjað starfsleyfið eftir fimm ár með því að hafa samband við HMS í gegnum netfangið leyfi@hms.is.

Endurveiting starfsleyfis

Ef þú vilt skipta um ábyrgðaraðila leyfisins eða gera breytingar á starfsstöðinni geturðu sótt um endurveitingu starfsleyfis. Þú hefur samband við HMS í gegnum netfangið leyfi@hms.is með fylgigögnum um nám og starfsreynslu nýja ábyrgðarmannsins.

Gjöld

Gjald fyrir nýtt starfsleyfi er 41.000 krónur.

Gjald fyrir endurnýjun eða endurveitingu starfsleyfis er 18.900 krónur.