Fara beint í efnið

Starfsleyfi byggingarstjóra

Sækja um starfsleyfi

Áður en hægt er að sækja um starfsleyfið hjá HMS þarf að sækja námskeið í ábyrgð byggingarstjóra sem er haldið hjá Iðunni fræðslusetri, í samstarfi við HMS. Námskeiðin eru haldin nokkrum sinnum á ári og skráning fer fram hjá Iðunni. Sjá nánar á vefsíðu Iðunnar.

Þegar námskeiði er lokið er hægt að sækja um starfsleyfið á Mínum síðum HMS. Öll sem sækja um starfsleyfi þurfa að skila inn staðfestingu á námskeiðslokum og vera með skráð gæðakerfi hjá HMS.

Sótt er um starfsleyfið á Mínum síðum HMS, undir Umsóknir > Starfsleyfi. Þegar sótt er um byggingarleyfi II og III endurnýjast önnur byggingarstjórastarfsleyfi á sama tíma.

Umsókn um starfsleyfi byggingarstjóra

Fylgigögn með umsóknum

Byggingarstjóri I fyrir byggingariðnfræðinga eða iðnmeistara

  • Staðfesting á 2 ára starfsreynslu sem byggingariðnfræðingur eða löggiltur iðnmeistari.

  • Ef þú fékkst meistarabréf fyrir 1. jan 1987 og ert ekki með löggildingu (staðbundin réttindi) þarf staðfestingu á réttindum þínum.

Byggingarstjóri I og III fyrir arkitekta, byggingar-, tækni- eða verkfræðinga

  • Staðfesting á 5 ára starfsreynslu af byggingarframkvæmdum, hönnun bygginga, byggingareftirliti eða verkstjórnun við byggingarframkvæmdir.

  • Ef þú ert ekki með löggildingu þarftu að skila inn staðfestingu á heimild til notkunar á starfsheiti (frá háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu).

Byggingarstjóri III fyrir byggingariðnfræðinga eða iðnmeistara

  • Staðfesting á 3 ára starfsreynslu sem byggingarstjóri I.

Byggingarstjóri II fyrir tækni- og verkfræðinga

  • Staðfesting á 10 ára starfsreynslu af verkstjórn við mannvirkjagerð, byggingareftirliti eða hönnun, þar af þriggja ára starfsreynslu af stjórnun eða eftirliti við mannvirkjagerð.

Byggingarstjóri I og III bráðabirgðaákvæði

  • Staðfesting byggingarfulltrúa á að þú hafir starfað sem byggingarstjóri fyrir 1. janúar 2011 (samkvæmt 6. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 160/2010).

Þú færð staðfestingartölvupóst þegar umsókn hefur verið send inn. Ef einhverjar upplýsingar vantar mun HMS hafa samband við þig með tölvupósti.

Umsókn samþykkt

Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu tölvupóst um að krafa hafi verið birt í heimabankanum þínum. Þegar þú hefur greitt gjaldið verður starfsleyfisskjalið sent til þín með bréfpósti og þú birtist á lista yfir byggingarstjóra.

Það þarf að endurnýja leyfið á 5 ára fresti. Sjá nánar um endurnýjun.

Umsókn synjað

Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin, eða einhver gögn vantar eða krefjast nánari útskýringar, verður haft samband við þig með tölvupósti.

Kostnaður

Gjald fyrir útgáfu starfsleyfis er 13.000 krónur.